Lokaverkefni

NámsgreinRI LOK1006
Önn20243
Einingar12
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Baldur Þorgilsson
Guðmundur Kristjánsson
Lýsing
Nemandi beitir þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu til að leysa raunhæft verkefni valið úr raftæknisviði íslensks athafnalífs. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, skipuleg vinnubrögð við gagnasöfnun, skilgreiningu vandamála, lausnaleit, úrvinnslu, skýrslugerð og teikningu. Lokaverkefni í rafiðnfræði er að öðru jöfnu einstaklingsverkefni. Nemandi þarf að hafa lokið 66 ECTS einingum í byggingariðnfræði til að geta skráð sig í lokaverkefni, þ.e. nemandi má stunda nám í mest 2 fögum (12 ECTS) samhliða lokaverkefni.  Hægt er að vinna lokaverkefni á haust- eða vorönn.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • geti beitt aðferðum iðnfræðinnar við lausn verkefna á sviði rafmagnshönnunar.
  • geti sinnt eftirlitsstörfum með framkvæmdum á rafmagssviði.
  • læri að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð við úrlausn raunhæfra verkefna á rafmagnssviði.
  • fái heildarsýn yfir fagið með samþættingu námsgreina þar sem þeir beita þekkingu úr öllum greinum rafiðnfræðináms.
  • geti kynnt niðurstöður verkefnisins á skýran og greinagóðan hátt, bæði skriflega og munnlega.
Námsmat
Einkunn fyrir lausn verkefnisins.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningartímar með umsjónarkennara og eftir atvikum leiðbeinendum.
TungumálÍslenska